Ragnar Björgvin með gull í NKG
Þátttaka í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda var mjög góð í ár. Alls bárust 2700 umsóknir frá 60 grunnskólum í keppnina.
Þrír nemendur úr Hofsstaðaskóla komust áfram í úrslit í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda 2009. Það voru þau Elísabet Emma Pálsdóttir Harpa Guðrún Hreinsdóttir og Ragnar Björgvin Tómasson. Þeim bauðst í framhaldinu að sækja vinnusmiðju laugardaginn 5. september og sunnudaginn 6. september þar sem þau með aðstoð leiðbeinanda fengu tækifæri til að þróa hugmyndir sínar nánar, búa til veggspjöld eða annað sem lýsti hugmynd þeirra sem best.
Laugardaginn 19. september fór lokahóf Nýsköpunarkeppninnar fram í Grafarvogskirkju. Þar voru mættir 44 hugmyndamiðir úr 23 grunnskólum landsins ásamt foreldrum, kennurum og öðrum velunnurum. Forseti Íslands verndari keppninnar afhenti verðlaunin sem fyrr. Í ár voru verðlaunahafarnir 15 talsins. Þeirra á meðal var Ragnar Björgvin Tómasson í 6. Ö.M. Hann hlaut gullviðurkenningu fyrir hugmynd sína Boltaflaut sem er í flokknum hugbúnaður.
Við óskum Ragnari Björgvin innilega til hamingju með þennan stórkostlega árangur.
Nánar um NKG hér