Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lögreglan heimsótti 3 árganga

03.10.2009
Lögreglan heimsótti 3 árganga

Valgarður lögregluþjónn heimsótti 2., 4. og 6. bekk í vikunni. Hann ræddi meðal annars um umferðarreglur, gangbrautir, reiðhjól, hjálmanotkun, bílbelti og útivistartíma. Við 6. bekkinga ræddi hann einnig um skemmdarverk og hnupl.
Áður en hann kom í heimsókn voru nemendur búnir að undirbúa spurningar og velta fyrir sér hvað fælist í starfi lögreglunnar. Nemendurnir voru hugmyndaríkir og datt ýmislegt í hug.

Hvað gerir lögreglan?
• Passar að allir noti bílbelti
• Minnir á endurskinsmerki
• Tekur bófa fasta
• Fylgist með umferðinni
• Passar að allir séu með hjálma
• Hjálpar gömlu fólki yfir götur

Til baka
English
Hafðu samband