Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Göngum í skólann

07.10.2009
Göngum í skólann

Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn er föstudaginn 9. október

Undanfarin ár hafa skólar í yfir 40 löndum tekið þátt í honum. Hér á landi eru 35 skólar skráðir til þátttöku og er Hofsstaðaskóli einn af þeim.
Nemendur í Hofsstaðaskóla hafa verið mjög duglegir að taka þátt í verkefninu sem hófst 9. september. Það væri gaman ef sem flestir tæku þátt í alþjóðlega Göngum í skólann deginum með því að koma gangandi eða hjólandi í skólann á föstudaginn.
Í næstu viku kemur í ljós hvaða bekkur eða bekkir stóðu sig best í verkefninu í Hofsstaðaskóla.

Til baka
English
Hafðu samband