Frá Regnboganum
Breytingar á starfstíma Regnbogans á starfsdeginum 23. október og foreldraviðtalsdeginum 26. október 2009.
Öllum börnum í 1.-4. bekk stendur til boða dvöl í Regnboganum frá kl. 8:00-17:00 starfsdaginn 23. október og foreldraviðtalsdaginn 26. október.
Greiða þarf kr. 249,- fyrir hverja skráða klukkustund umfram dvalarsamning skv. gjaldskrá.
Börnin þurfa að koma með nesti fyrir daginn: morgun-, hádegis- og síðdegishressingu.
Þeir foreldrar sem hafa hug á að nýta sér þjónustu Regnbogans ofangreinda daga eru beðnir um að senda umsóknina í tölvupósti á netfangið: gretas@hofsstadaskoli.is
fyrir mánudaginn 19. október.
Sækja umsókn -(Word skjal)
Sækja umsókn -(Pdf-skjal)
Nauðsynlegt er að skrá börnin tímanlega svo að hægt sé að verða við beiðni um skráningu. Vegna skipulags á starfi og starfsmannahaldi verður ekki hægt að taka við börnum sem ekki eru skráð á réttum tíma
Athugið einnig að skráningin er bindandi !
Með kveðju
Greta Sverrisdóttir umsjónarmaður Regnbogans
Hafdís Bára Kristmundsdóttir aðstoðarskólastjóri