Gengið í skólann
Dagana 9. september - 9. október tóku nemendur Hofsstaðaskóla þátt í verkefninu Gengið í skólann. Þessa daga voru nemendur hvattir til að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Það má með sanni segja að þáttaka hafi verið góð en að meðaltali komu 92% nemenda gangandi eða hjólandi í skólann þessa daga.
7. LK og 7. ÓP stóðu sig best á eldra stigi með 100% þátttöku en fast á hæla þeirra fylgdi 6. ÖM með 99% þátttöku. Á yngra stigi stóð 3. ÁS sig best með 100% þátttöku en fast á hæla þeirra fylgdi 1. ABR með 98% þátttöku.
Það er gaman að sjá hvað þátttaka og áhugi nemenda hefur aukist jafnt og þétt síðan byrjað var að taka þátt í þessu verkefni. Fyrir ári síðan komu um það bil 85% nemenda gangandi eða hjólandi í skólann á meðan á verkefninu stóð. Í vor komu um 93% nemenda gangandi eða hjólandi og núna komu 92%.
Hofsstaðaskóli sem Grænfánaskóli er afar stoltur af þessari frábæru þátttöku og hvetur alla nemendur til að halda áfram að ganga í skólann þó að verkefniniu sé lokið.
Kíkið á myndir sem teknar voru á sal þegar gullskórinn var afhentur þeim bekkjum sem best stóðu sig í verkefninu.
Sjá niðurstöður