Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hæðarból í heimsókn

03.11.2009
Hæðarból í heimsókn

Fyrsta formlega heimsókn nemenda Hæðarbóls á þessu skólaári var í byrjun nóvember. Leikskólanemendur byrjuðu á því að taka þátt í samsöng með  1. og 2. bekk og fóru síðan í skoðunarferð um stofur 1. bekkinga. Síðar í mánuðinum koma nemendur aftur og þá til að skoða bókasafnið og hlusta á sögu. Heimsóknir leikskólanemenda eru hluti af samstarfi Hæðarbóls og Hofsstaðaskóla og verkefninu Brúum bilið.

Kíkið á fleiri myndir frá heimsókninni á myndasíðu skólans.

Til baka
English
Hafðu samband