Foreldrafélagið hvetur til þátttöku 11. nóvember
05.11.2009
"Bæjarstjóri Garðabæjar boðar til fundar með íbúum bæjarins miðvikudaginn 11. nóvember nk. Fundurinn verður haldinn í Flataskóla og hefst kl. 17.30. Tilefni fundarins er gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010."Stjórn foreldrafélags Hofsstaðaskóla hvetur foreldra til þátttöku á þessum mikilvæga fundi þar sem fundargestum gefst tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Bæði er leitast eftir því að íbúar nefni hvar þeir telji unnt að hagræða í rekstrinum en einnig hvar ekki megi bera niður í fyrirhuguðum sparnaðaraðgerðum.
Telur stjórn foreldrafélagsins að með góðri þátttöku foreldra sé sjónarmiðum þeirra best komið á framfæri á réttum stað í niðurskurðarferlinum eða áður en skólamálin hafa verið sett í stífan niðurskurð, sem er mun líklegra til árangurs heldur en mótmæli foreldra eftir að til niðurskurðar hefur verið boðað.
Með bestu kveðju
Stjórn Foreldrafélags Hofsstaðaskóla
foreldrafelag@hofsstadaskoli.is