Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Námstækni í Hofsstaðaskóla

15.11.2009
Námstækni í Hofsstaðaskóla

Nemendur í  7. bekk Hofsstaðaskóla hafa verið á námstækninámskeiði hjá námsráðgjafa í nokkrar vikur. Námstækni felur í sér góðar og árangursríkar aðferðir í námi og lærðu nemendur aðferðir við að bæta námsárangur. Nemendur kynntust lestrartækni, glósutækni eins og hugarkortagerð og skipulagsaðferðum og fylltu út námshring. Námshringur er könnun sem getur gefið nemanda og kennara upplýsingar um þá þætti sem efla mætti hjá nemanda þegar kemur að lærdómi, svo sem áhuga á námi, skipulagningu, minni eða lestrarfærni.

Allir nemendur í  7. bekk stóðu sig með prýði og sýndu námsefninu mikinn áhuga.  Með þessa grunnþekkingu í  námstækni standa þau án efa betur að vígi þegar þau ljúka skólagöngu sinni hér.

Námstækninámskeið

Til baka
English
Hafðu samband