Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Uppskeruhátíð Fjölgreindaleika

30.11.2009
Uppskeruhátíð Fjölgreindaleika

Uppskeruhátíð fjölgreindaleika skólans var haldin á sal föstudaginn 27. nóvember þar sem rúmlega 400 nemendur voru saman komnir. Sýndar voru myndir frá leikunum og síðan var tilkynnt hvaða lið lentu í 1. – 3. sæti en þau voru:
1. Stuðboltarnir
2. Stuðpardusinn
3. Nördarnir
Stöðvarstjórar útnefndu einn dreng og eina stúlku sem fyrirmyndar fyrirliða og voru 26 tilnefndir en flest stig úr hópi stúlkna fékk Helga Þöll Guðjónsdóttir 7. LK og úr hópi drengja fékk Óskar Þór Þorsteinsson 7. ÓP flest stig.
Í lokin var sýnd myndasyrpa við tónlist sem nemendur bjuggu til á Fjölgreindaleikunum.

 

 

Bestu fyrirliðarnir

Til baka
English
Hafðu samband