Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólastarf í desember

15.12.2009
Skólastarf í desemberNú í desember hafa nemendur gert sér dagamun og t.d. farið og séð jólaleikrit í Iðnó, í bæjarferðir og á kaffihús. 1. bekkingar heimsækja að venju Árbæjarsafnið. Foreldrar í nokkrum árgöngum hafa komið í heimsókn í skólann, skoðað vinnu nemenda og tekið þátt í samsöng. Á dagskrá nemenda eru einnig margvísleg jólaverkefni og skreytingar.
Þessa síðustu viku fyrir jólaleyfi er helsta markmiðið að eiga rólega og notalega viku. Á miðvikudaginn 16. desember er rauður dagur þar sem allir mæta í rauðu eða með eitthvað rautt. Í mötuneyti nemenda er jólamatur fyrir alla nemendur skólans og snæða starfsmenn með nemendum þennan dag. Á fimmtudaginn  verða haldin stofujól og auglýsir hver árgangur með hvaða hætti þau fara fram. Síðasta skóladag fyrir jól, föstudaginn 18. desember, eru hefðbundnar jólaskemmtanir sem byrjað var að undirbúa þegar í lok nóvember. Nemendur mæta í tveimur hópum, yngri og eldri deildir og eiga saman hátíðlega stund og dansa síðan saman í kring um jólatréð. Sjá nánar hér. Skólastarf hefst svo að nýju þriðjudaginn 5. janúar skv. stundaskrá.
Til baka
English
Hafðu samband