Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

100 daga hátíð

01.02.2010
100 daga hátíð

Mánudaginn 1. febrúar var líf og fjör hjá nemendum í 1. bekk því þá voru krakkarnir búnir að vera 100 daga í skólanum. Bæði nemendur og kennarar mættu í búningum og hófu daginn á því að ganga í halarófu um ganga skólans undir dyngjandi danstónlist. Halarófann endaði í salnum þar sem haldið var diskótek fyrir hópinn. Byrjað var á því að fara í Hókí pókí og í framhaldinu var tekinn ásadans og stoppdans. Það voru því sprækir nemendur sem héldu til stofu um kaffileytið til að hressa sig við áður en haldið var í list- og verkgreinar. Að þeim loknum hélt fjörið áfram. Krakkarnir þurftu m.a. að glíma við ýmsar þrautir sem tengdust tölunni 100 og fóru í stöðvavinnu og fleira.

Kíkið á myndir

 

Til baka
English
Hafðu samband