Hagir og líðan barna í Garðabæ
Fimmtudaginn 19. mars var haldinn fræðslufundur fyrir foreldra í Garðabæ. Fundurinn var haldinn í sal Hofsstaðaskóla og bar yfirskriftina Gerum betur. Áætlað er að um 200 manns hafi sótt fundinn.
Elín Thorarensen formaður svæðaráðs setti fundinn en fyrstur á mælendaskrá var Álfgeir Logi Kristjánsson frá Rannsóknum og greiningu. Álfgeir gerði grein fyrir niðurstöðum úr nýlegri rannsókn um Hagi og líðan barna og unglinga í Garðabæ en hún leiddi í ljós að of mörgum börnum líður ekki vel í skólanum.
Næstur á mælendaskrá var Páll Ólafsson, félagsráðgjafi en erindi hans bar yfirskriftina Gaman saman-Gildi samveru.
Margrét Harðardóttir skólastjóri Hofsstaðaskóla kom fram fyrir hönd skólastjóranna og gerði grein fyrir Hvað skólarnir hafa gert.
Ásdís Olsen, aðjúnkt HÍ og Karl Ágúst Úlfsson fjölluðu um hamingjuna í erindi sínu Hamingjan sanna.
Dagskránni lauk með samantekt Ragnýjar Þóru Guðjohnsen, formanni forvarnarnefndar og fyrirspurnum.
Fundarstjóri var Soffía Pálsdóttir, varaformaður foreldrafélags Garðaskóla.
Hér er hægt að nálgast myndir frá fundinum