Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hagir og líðan barna í Garðabæ

19.03.2010
Hagir og líðan barna í Garðabæ

Fimmtudaginn 19. mars var haldinn fræðslufundur fyrir foreldra í Garðabæ. Fundurinn var haldinn í sal Hofsstaðaskóla og bar yfirskriftina Gerum betur. Áætlað er að um 200 manns hafi sótt fundinn.

Elín Thorarensen formaður svæðaráðs setti fundinn en fyrstur á mælendaskrá var Álfgeir Logi Kristjánsson frá Rannsóknum og greiningu. Álfgeir gerði grein fyrir niðurstöðum úr nýlegri rannsókn um Hagi og líðan barna og unglinga í Garðabæ en hún leiddi í ljós að of mörgum börnum líður ekki vel í skólanum.

Næstur á mælendaskrá var Páll Ólafsson, félagsráðgjafi en erindi hans bar yfirskriftina Gaman saman-Gildi samveru.

Margrét Harðardóttir skólastjóri Hofsstaðaskóla kom fram fyrir hönd skólastjóranna og gerði grein fyrir Hvað skólarnir hafa gert.

Ásdís Olsen, aðjúnkt HÍ og Karl Ágúst Úlfsson fjölluðu um hamingjuna í erindi sínu Hamingjan sanna.

Dagskránni lauk með samantekt Ragnýjar Þóru Guðjohnsen, formanni forvarnarnefndar og fyrirspurnum.

Fundarstjóri var Soffía Pálsdóttir, varaformaður foreldrafélags Garðaskóla.

Hér er hægt að nálgast myndir frá fundinum

Til baka
English
Hafðu samband