Listadögum lokið
03.05.2010
Listahátíð barna og ungmenna í Garðabæ lauk formlega með lokahátíð sem haldin var laugardaginn 1. maí að Garðatorgi í gamla Hagkaupshúsinu. Leikfélagið Draumar hafið umsjón með lokahátíðinni en boðið var upp á fjölbreytta dagskrá.
Í skólanum okkar var mikið um að vera alla listadagana eins og sjá má af fréttum og myndum á vef skólans. Listahátíðinni lauk þegar nemendur úr 7. bekk endurfluttu atriði úr hæfileikakeppninni sem fram fór á árshátið árgangsins miðvikudaginn 28. apríl fyrir nemendur eldri deildar á sal föstudaginn 30. apríl. Nemendur búa greinilega yfir ýmsum hæfileikum og voru atriðin fjölbreytt og stórglæsileg.
Á meðfylgjandi mynd með fréttinni má sjá hana Kristínu Heklu í 3. Á.S. á leið í skólann á listadögum.