Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaráð Hofsstaðaskóla

03.05.2010
Skólaráð Hofsstaðaskóla

Nýkjörnir fulltrúar nemenda tóku sæti í skólaráði Hofsstaðaskóla á síðasta fundi ráðsins sem haldinn var þriðjudaginn 27. apríl. Þau Daníela Rán Pétursdóttir 6. HK og Vésteinn Örn Pétursson 6. ÖM taka við af Helgu Þöll Guðjónsdóttur 7. LK og Óskari Þór Þorsteinssyni 7. ÓP.

Aðrir í skólaráði eru: Anna Magnea Harðardóttir og Ragnheiður Stephensen fulltrúar kennara, Agnes Kragh fulltrúi annarra starfsmanna, Kristbjörg Ágústsdóttir fulltrúi grenndarsamfélags, Vala Guðný Guðnadóttir og Hildur Pétursdóttir fulltrúar foreldra.
Á myndina hér fyrir ofan vantar þær Helgu Þöll Guðjónsdóttur og Hildi Pétursdóttur.
Skólaráð fundar nokkrum sinnum yfir skólaárið og eru fundargerðir birtar hér á síðunni undir flipanum Foreldrar. Þar er einnig að finna starfsreglur skólaráðs og ýmsar aðrar upplýsingar.

Til baka
English
Hafðu samband