Árshátíð 7. bekkja
Miðvikudagskvöldið 28. apríl héldu nemendur í 7. bekk árshátíð á sal skólans. Þema árshátíðarinnar var Hollywood og heiðursgestir kvöldsins voru foreldrar barnanna. Nemendur sáu sjálfir um að skreyta salinn og að elda matinn með aðstoð list-og verkgreinakennara. Jafnframt sáu nemendur sjálfir um skemmtiatriði sem voru í glæsilegri kantinum þetta árið. Hefð er fyrir því að vera með hæfileikakeppni þar sem þeir sem vilja geta sýnt hvað í þeim býr. Veittar voru viðurkenningar fyrir nokkur atriði: Glæsilegasta atriðið var dans úr 7-BÓ sem þær Guðrún og Svandís sýndu. Anna Lísa og Kara Rós úr 7-LK fengu viðurkenningu fyrir frumlegasta atriðið, en þær sungu frumsamið lag. Arna Dís, Edda Rún og Sara Líf fengu viðurkenningu fyrir fjörugasta atriðið, en þær sýndu dans. Að skemmtiatriðum og kvöldverði loknum fengu foreldrar að fara heim og nemendur dönsuðu við fjöruga tónlist sem þeir sjálfir sáu um. Kvöldið var í alla staði mjög skemmtilegt og vel heppnað.
Endilega kíkið á myndirnar á myndasíðu 7. bekkja