Viðurkenning fyrir hreinsunarstörf
Föstudaginn 7. maí tók Margrét Harðardóttir skólastjóri ásamt Rannveigu Evu Snorradóttur, umhverfisfulltrúa úr röðum nemenda, við viðurkenningingarskjali fyrir hönd skólans fyrir lofsvert framtak í hreinsunarátaki. Þrjár viðurkenningar voru veittar á lokahátið hreinsunarátaksins en auk Hofsstaðaðaskóla hlutu stúlkur úr fimleikadeild Stjörnunnar og íbúar í Garðahrauni viðurkenningu.
Hreinsunarátakið hófst formlega við Hofsstaðaskóla þegar nemendur í 2. B.St. og 6. Ö.M. ásamt bæjarstjóra, bæjarfulltrúum, nemendum úr FG og fleirum hófu að hreinsa svæðið meðfram Arnarneslæk. Nemendur í 2. og 6. bekk skólans létu ekki þar við sitja heldur luku þeir við að hreinsa meðfram Arnarneslæknum alveg niður að sjó. Nemendur í 4. bekk tóku einnig þátt og hreinsuðu trjábeðið meðfram Bæjarbrautinni á milli Akralands og Hæðarhverfis.
Alls fengu 14 hópar styrki vegna þátttöku í átakinu.
Hér má nálgast myndir frá afhendingunni