Góð gjöf frá Spáni
Krökkunum í 4. R.S. barst í vikunni skemmtileg gjöf frá vinum sínum í Ceip La Calla skólanum á Spáni. Hvert og eitt barnanna föndraði blóm með lítilli mynd af sér og skrifaði á blómið uppáhaldsmatinn sinn og hvað því finnst skemmtilegast að gera. Blómið er hugsað sem bókamerki sem krakkarnir geta notað við sumarlesturinn. Því það ætla jú allir að vera duglegir að lesa í sumar :-)
Krakkarnir í 4. R.S. voru mjög ánægðir með gjöfina og vildu að sjálfsögðu taka hana heim strax og sýna fjölskyldunni.
Síðustu daga hafa nemendur 4. R.S. ásamt Ragnheiði, Unni myndmenntakennara og fleira góðu starfsfólki hannað, setið við, þæft og saumað bókamerki í fánalitunum sem í er saumað orðið Iceland. Starfsfólk skólans sem heimsækir Ceip La Calla skólann nú í byrjun júnímánaðar ætlar að endurgjalda þessum góðu vinum með því að færa þeim þessa flottu gjöf frá krökkunum í 4. R.S.
Kíkið á myndir af krökkunum með blómin frá Spáni