Hofsstaðaskóli settur í 34. skiptið
25.08.2010
Hofsstaðaskóli var settur í 34. skipti 24. ágúst 2010. Nemendur eru nú 426 en þeim hefur fjölgað um 20 frá sl. skólaári. Margir foreldrar fylgdu börnum sínum í skólann og ætla má að um 750 manns hafi verið í skólanum í dag. Nemendur voru sólbrúnir, sællegir og glaðir og tilbúnir til að takast á við krefjandi og skemmtileg verkefni sem framundan eru. Nemendur fóru með kennurum sínum í kennslustofur, fengu afhentar stundaskrár og spjölluðu saman.
Skólastarf hefst samkvæmt stundaskrá í dag, miðvikudaginn 25. ágúst. Nemendur og foreldrar í 1. bekk hittu umsjónarkennarann sinn á skólasetningardaginn og skoðuðu stofurnar sínar. Tómstundaheimilið var opnað í dag fyrir nemendur í 2.-4. bekk.