Frábær gjöf frá foreldrafélaginu
Tækjanefnd foreldrafélagsins hélt veglegt bingó í skólanum sl. haust. Tilgangurinn var að safna fyrir gagnvirkri kennslutöflu handa skólanum. Bingóið var litríkt og bjart með blikkandi neonljósum. Um 500 manns tóku þátt og lögðu sitt af mörkum. Nú er taflan komin í hús og verið er að smíða undir hana hjólagrind þannig að sem flestir nemendur og kennarar fái að prófa hana. Skólinn á nú fimm gagnvirkar kennslutöflur, þar af þrjár veggfastar og tvær á hjólagrindum. Sl. tvö ár hafa nokkrir kennarar og kennsluráðgjafi í tölvu- og upplýsingatækni þróað verkefni og notað með nemendum í nokkrum bekkjum.
Í vetur verða sérfræðingarnir okkar með námskeið fyrir kennara, en ósk okkar er sú að allir nemendur fái tækifæri til að nota töflurnar enda auka þær fjölbreytni í kennsluháttum og koma betur til móts við einstaklinginn.
Kæru foreldrar takk fyrir veglega gjöf og takk fyrir að leggja okkur lið með þessum hætti.