Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gull annað árið í röð í NKG

21.09.2010
Gull annað árið í röð í NKG

Lokahóf Nýsköpunarkeppni grunnskólabarna 2009-2010 fór fram sunnudaginn 19. september hjá Marel í Garðabæ, sem er aðal bakhjarl NKG. Innsendar hugmyndir í ár voru 1.600 talsins.

Hofsstaðaskóli hlaut, annað árið í röð, gullviðurkenningu fyrir fjölda innsendra hugmynda í Nýsköpunarkeppni grunnskólabarna. Farandbikarinn góði mun því verða áfram í skólanum hjá okkur næsta ár. Viðurkenningin er veitt fyrir hlutfall innsendra hugmynda miðað við nemendafjölda. Alls bárust 480 hugmyndir frá nemendum Hofsstaðaskóla sem voru skólaárið 2009-2010 alls 405. Sannanlega frábær þátttaka. Við óskum Sædísi innilega til hamingju með þennan árangur og hvetjum hana og nemendur hennar að sjálfsögðu áfram til góðra verka.

Þess má geta að Hofsstaðaskóli átti 10 fulltrúa sem komust í vinnusmiðjur og 6 af þeim nemendum unnu til verðlauna. Keppnisflokkarnir voru sjö talsins: Almennur flokkur, atvinnuvegir, hugbúnaður, hönnun, slysavarnir, leikföng og orka og umhverfi.

Eftirtaldir nemendur unnu til verðlauna:

  • Annalísa Hermannsdóttir, í flokknum atvinnuvegir 1. verðlaun
  • Helga Þöll Guðjónsdóttir, í flokknum atvinnuvegir 1. verðlaun
  • Valgerður Lilja Björnsdóttir, í almennum flokki 2. verðlaun
  • Petrína Guðmundsdóttir, í flokknum leikföng 2. verðlaun
  • Rannveig Eva Snorradóttir, í flokknum slysavarnir 3. verðlaun
  • Helgi Snær Agnarsson, í flokknum hönnun 3. verðlaun

Alls tóku 44 nemendur þátt í vinnusmiðju sem fram fór fimmtudaginn 16. og föstudaginn 17. september. Aðrir nemendur í Hofsstaðaskóla sem náðu þeim frábæra árangri að komast í vinnusmiðjur voru:

  • Arnar Snær Þórisson í 5. bekk
  • Bryndís Rósa Sigurpálsdóttir og Ástríður Þóra Viðarsdóttir Scheving  í 7. bekk
  • Jón Kristinn Örnólfsson í 5. bekk
  • Róslind Antonsdóttir í 5. bekk

Það má með sanni segja að nemendur Hofsstaðaskóla búi yfir sköpunargáfu og séu óhræddir að þroska hana og vinna með eigin hugmyndir. Í skólanum er öflugt nýsköpunarstarf sem leitt er markvisst áfram af áhugasömum kennara í góðri samvinnu við nemendur og fjölskyldur þeirra.

Myndir frá lokahófinu

Til baka
English
Hafðu samband