Nytjamarkaður laugardaginn 25. september
Laugardaginn 25. september kl. 11-17 stendur foreldrafélagið fyrir nytjamarkaði þar sem seldur verður ýmis notaður varningur til styrktar tækjanefnd félagsins. Allur ágóði af markaðnum rennur til kaupa á gagnvirkum skólatöflum í skólann.
Foreldrafélagið leitar eftir stuðningi og hvetur þig til að gefa hluti sem fjölskyldan er hætt að nota. Þannig stuðlar þú að umhverfisvænni neyslu samfélagsins og styrkir um leið söfnunina fyrir gagnvirkum skólatöflum í skólann okkar.
Kaffihús foreldrafélagsins verður með veitingar á sviðinu.
Tekið verður á móti hlutum á markaðinn föstudaginn 24. september klukkan 17-22 í Hofsstaðaskóla.
Vakin er athygli á því að foreldrafélagið getur sótt stærri hluti eins og húsgögn sé þess óskað. Sendið póst á sigga2@mac.com.
Með von um góð viðbrögð
Foreldrafélagið
Sjá auglýsingu foreldrafélagsins