Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Við erum græn

21.09.2010
Við erum græn

Hofsstaðaskóli hefur sett sér umhverfisstefnu, en markmiðið með henni er að starfsfólk og nemendur skólans taki höndum saman og vinni markvisst að jákvæðri umhverfisstefnu. Skólinn hefur flaggað Grænfánanum frá árinu 2007.

Sem dæmi um umhverfisstefnuna í framkvæmd ná nefna að nemendur í textílmennt prjóna fallega hluti úr garni sem er að mestu leyti framleitt úr "Plast" garni þ.e. 80% polyester og 20% akryl. Þessi 80% polyester eru endurunnar plastflöskur. Garnið er fáanlegt í mörgum fallegum litum.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hana Irmu í 7. Ó.P. sem hannaði og prjónaði þessa fallegu húfu úr ofangreindu garni.

 

 

Til baka
English
Hafðu samband