Erró
23.09.2010
Í vetur fara nemendur í 7. bekk í menningarreisu og heimsækja Listasafn Reykjavíkur til að skoða sýningu á verkum Errós sem haldin er í tilefni af 70 ára afmæli listamannsins. Erró hefur gefið Listasafninu 130 klippimyndir, en þær verða til sýnis og umfjöllunar á safninu. Erró býður nemendum og almenningi að taka þátt í klippimyndasamkeppni og veitir vegleg verðlaun fyrir valin verk. Nemendur vinna verkefni í myndmennt í vetur með hliðsjón af verkum Errós. Byrjað er á að kynna listamanninn, sýndar eru bækur um hann og verk hans, farið er á netið og skoðaðar eru myndir og upplýsingar sem þar liggja um Erró.
Verkefni nemenda hefst með möppugerð fyrir teikningar og myndir. Klippimyndir eru límdar á spjöld og þeim raðað saman eftir ólíkum áherslum eða andstæðum, t.d. fátækt, ríkidæmi, hollt, óhollt.
Nemendur vinna einnig myndverk þar sem klippimyndum, málun og teikningu er blandað saman Einnig verður gert myndverk þar sem klippimyndum, málun og teikningu er blandað saman og horft til listaverka meistarans. Það verður spennandi að fylgjast með árangri nemenda í klippimyndasamkeppninni.