Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Námsframvinda í Mentor

19.10.2010
Námsframvinda í Mentor

Hofsstaðaskóli er að taka í notkun nýja einingu í Mentor sem kallast Námsframvinda og er ætlað að styðja við faglegt starf kennara. Einingin verður fyrst nýtt í þeim greinum sem kenndar eru í list- og verkgreinalotu þ.e. smíði, myndmennt, textílmennt og heimilisfræði. Auk þess verður Námsframvindan einnig nýtt í eðlisvísindum þar sem kennt er í lotum, í sundi og vélritun.

Markmiðið með Námsframvindunni er að veita nemendum og foreldrum betri yfirsýn í hverri námsgrein fyrir sig, einingin felur einnig í sér námsmat út frá áætluðum námsmarkmiðum hverrar annar. Með því að gera námsmarkmiðin sýnileg viljum við auka ábyrgð nemandans og hvetja hann áfram í náminu.

Kynningarbréf til foreldra um Námsframvindu

 

Til baka
English
Hafðu samband