Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn elstu nemenda Hæðarbóls

27.10.2010
Heimsókn elstu nemenda Hæðarbóls

Hefð er fyrir því að leikskólanemendur heimsæki okkur í Hofsstaðaskóla. Elstu nemendur Hæðarbóls komu á dögunum og kynntu sér starfið í skólanum og tóku þátt. Byrjað var á samsöng með 1. og 2. bekk en síðan héldu krakkarnir í skoðunarferð um stofur 1. bekkinga. Í nóvember koma þeir aftur og þá til að skoða bókasafnið og hlusta á sögu. Í desember heimsækja 1. bekkingar leikskólann. Þessar gagnkvæmu heimsóknir leik- og grunnskólanemenda eru hluti af verkefninu Brúum bilið.

Skoða myndir frá heimsókninni

Til baka
English
Hafðu samband