Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Galileó sjónaukinn að gjöf

01.11.2010
Galileó sjónaukinn að gjöf

Fulltrúar úr Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness heimsóttu okkur fimmtudaginn 14. október og færðu skólanum stjörnusjónauka að gjöf. Félagið gefur Galileó sjónaukann í alla grunnskóla landsins. Sjónaukinn gefur nemendum færi á að skoða stjörnurnar í kringum okkur með allt öðrum hætti en hingað til hefur verið hægt að gera. Það voru nemendur í 3. og 6. bekk sem veittu sjónaukanum viðtöku, en það er afar viðeigandi þar sem viðfangsefni fyrrgreindra árganga í náttúrufræði á þessu skólaári er sólkerfið og stjörnurnar.

Skoða fleiri myndir

Til baka
English
Hafðu samband