Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Diskótek á hrekkjavöku

02.11.2010
Diskótek á hrekkjavöku

Seinni hluta október vinna nemendur í 7. bekk hrekkjavökuþema í ensku. Í tengslum við þemað útbúa þeir til margskonar skreytingar sem notaðar eru til að skreyta sal skólans. Verkefninu lýkur með hrekkjavökudiskóteki þar sem 7. bekkingum í Flata- og Sjálandsskóla er boðið. Markmiðið með að stefna nemendum allra 7. bekkja saman er að láta þá hittast og kynnast áður en þeir byrja saman í Garðaskóla eða Sjálandsskóla.

Allir mæta í búningum og eru veittar viðurkenningar fyrir flottasta, hræðilegasta og frumlegasta búninginn.

Diskótekið fer fram fimmtudaginn 4. nóvember kl. 18-20.30. 
 í sal Hofsstaðaskóla.

Til baka
English
Hafðu samband