Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Umhverfisvæn hönnun

03.12.2010
Umhverfisvæn hönnunNemendur í smíði og textílmennt skoðuðu sýningu Siggu Heimis iðnhönnuðar í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi. Árdís Olgeirsdóttir fræðslu- og kynningarfulltrúi í Garðabæ tók á móti hópnum. Hún fylgdi nemendum um sýningarsalina og sagði þeim frá hugmyndum að verkum Siggu Heimis en hún er þekktur íslenskur iðnhönnuður og hefur hannað mikið meðal annars fyrir Ikea. Nemendur voru fræddir um að Sigga hefur í samvinnu við framleiðendur kappkostað að taka tillit til umhverfisins, orkusparnaðar og endurvinnslu. Umhverfisvæn hönnun þarf ekki að koma niður á útliti, notagildi né söluvænleika gripa. Hugmyndin er oft að vinna með kaupandanum, þar sem notandinn setur vöruna sjálfur saman. Þetta er hugmyndafræðin hjá Ikea sem hefur haft áhrif á aðra framleiðslu um víða veröld. Hofsstaðaskóli flaggar Grænfánanum og því er hvers kyns endurvinnsla og orkusparnaður í anda skólans og Grænfána stefnunnar.
Til baka
English
Hafðu samband