Ný gjaldskrá tómstundaheimila
28.12.2010
Gjaldskrá fyrir gæslu í tómstundaheimilum Garðabæjar er ákveðin af bæjarstjórn. Ný gjaldskrá tómstundaheimila í Garðabæ var samþykkt af bæjarstjórn Garðabæjar 16. desember 2010.
Frá og með 1. janúar 2011 tekur gildi ný gjaldskrá fyrir tómstundaheimili sem Garðabær starfrækir. Það eru tómstundaheimili Flataskóla, Hofsstaðaskóla og Sjálandsskóla.
Gjald fyrir dægradvöl á tómstundaheimili skal miðast við eftirfarandi sjö flokka:
1 - 10 klst./mán. kr. 2.750
11 - 20 klst./mán. kr. 5.500
21 - 30 klst./mán. kr. 8.250
31 - 40 klst./mán. kr. 11.000
41 - 50 klst./mán. kr. 13.750
51 - 60 klst./mán. kr. 16.500
61 - 70 klst./mán. kr. 19.250
Foreldrar sem eiga börn sem dvelja á leikskóla, í tómstundaheimili eða hjá dagforeldrum eiga rétt á systkinaafslætti fyrir eldra/elsta barnið. Systkinaafsláttur er 50% af grunngjaldi fyrir barn umfram eitt.
Gjaldskrá þessi skal gilda frá 1. janúar 2011.
Samþykkt í bæjarstjórn Garðabæjar
16. desember 2010
Allar breytingar á viðveru barnanna þarf að tilkynna fyrir 20. hvers mánaðar.
Greiða þarf mánuð fyrirfram.