Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gleðilegt nýtt ár

06.01.2011

Um leið og við óskum nemendum og aðstandendum þeirra gleðilegs árs þá þökkum við fyrir samstarfið á liðnum árum. Skólastarfið hófst af fullum krafti miðvikudaginn 5. janúar og getum við ekki betur séð en að nemendur komi kraftmiklir og ánægðir til starfa aftur að jólafrí loknu.

Í janúar vinna kennarar að námsmati. Við viljum hvetja bæði nemendur og foreldra til að fylgjast með atburðadagatalinu okkar hér á vefnum. En þar er getið um sérstaka prófadaga í 5. - 7. bekk, afhendingu vitnisburða og nemenda foreldradag.

Við minnum nemendur og foreldra á að fylgjast með umsögnum í Námsframvindunni í Mentor. Námsframvindan var tekin í notkun nú í haust og eru umsagnir í þeim greinum sem kenndar eru í list- og verkgreinalotu þ.e. smíði, myndmennt, textílmennt og heimilisfræði birtar eftir að lotu lýkur. Auk þess verður Námsframvindan einnig nýtt í eðlisvísindum þar sem kennt er í lotum, í sundi og vélritun.Vakin er athygli á því að áðurtaldar námsgreinar verða ekki á vitnisburðarblaði.


 

Til baka
English
Hafðu samband