Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn í mötuneyti

12.01.2011
Heimsókn í mötuneytiNæringarfræðingur á vegum skóladeildar á fræðslu- og menningarsviði Garðabæjar heimsótti mötuneyti skólans í hádeginu. Tilgangur heimsóknarinnar var tryggja gæði skólamálsverða í grunnskólum bæjarins og fylgjast með næringarinnihaldi og ferskleika matarins. Næringarfræðingurinn skoðaði mötuneytið og eldhúsið og smakkaði að sjálfsögðu á súpunni, sem að hans sögn var holl og góð, en í dag var kjúklingasúpa, brauð og banani á matseðlinum.
Til baka
English
Hafðu samband