Námsframvinda
Nemendur fengu í dag afhent vitnisburðarblöð. Á morgun fimmtudaginn 27. janúar er nemenda- og foreldrasamtalsdagur en þá mæta nemendur ásamt foreldrum í samtal til umsjónarkennara.
Við viljum minna á að í haust tókum við í notkun nýja einingu í Mentor sem kallast Námsframvinda. Í Námsframvindunni birtist námsmat í flestum þeim greinum sem kenndar eru í list- og verkgreinalotu þ.e. smíði, myndmennt, textílmennt og heimilisfræði. Auk þess er námsmat í eðlisvísindum í 1.- 5. bekk, sundi og vélritun birt í Námsframvindu. Áðurnefndar greinar eru því ekki á vitnisburðarblaði.
Námsframvindan veitir nemendum og foreldrum góða yfirsýn í hverri námsgrein fyrir sig. Með því að gera námsmarkmiðin sýnileg viljum við auka ábyrgð nemandans og hvetja hann áfram í náminu.
Við hvetjum nemendur og foreldra til að fara inn í Mentor og skoða Námsframvinduna, markmiðin og mat kennarans á frammistöðu nemandans í þeim greinum sem nemandi hefur lokið á haustönn áður en að samtali kemur.
Hvernig skoða ég Námsmarkmiðin í Námsframvindunni og mat kennarans?
1. Foreldri/nemandi skráir sig inn á Mentor
2. Smellt er á + fyrir framan Námsframvinda (vinstra megin á skjánum) og opnast þá listi yfir þætti Námsframvindunnar
3. Þátturinn sem við ætlum að skoða heitir Námsmarkmið
4. Smellt á Námsmarkmið
Þá opnast síða þar sem hægt er að skoða námsmarkmið eftir námsgreinum. Mentor skilar nemandanum sjálfkrafa á aldurssvarandi þrep t.d. þrep 1 og 2 vísar til þess að nemandinn er í 1. bekk (þrep 1 haust og þrep 2 vor) meðan þrep 3 og 4 vísar til þess að nemandinn er í 2. bekk (þrep 3 haust og þrep 4 vor).
Að vista og/eða prenta út matsblöðin
1. Velja Námsframvinda og Námsmarkmið
2. Hægra megin á skjánum er valið útprentanir
3. Þar er t.d. hægt að velja Öll fög og Öll þrep og Heildaryfirlit B.
4. Þá koma upp öll matsblöðin fyrir þær greinar sem búið er að gefa fyrir og birta í Námsframvindunni.
þetta er pdf-skrá sem hægt er að skoða, prenta og/eða vista á tölvunni.