Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Súrmatur og hákarl

12.02.2011
Súrmatur og hákarlÞað er alltaf líf og fjör í heimilisfræði þegar líður að Þorrablóti 6.bekkinga. Eins og venjulega þá sér heimilisfræði-hópurinn um að skera niður allan súrmatinn og einnig það sem ósúrt er. Krökkunum finnst þetta bæði áhugavert en um leið svolítið óhugnanlegt. Tilhugsunin um hvað þau eru að meðhöndla og hvernig maturinn er búinn til. Mestur spenningurinn er þó í kringum hákarlinn, hverjir þori að smakka og hverjir ekki. Allt fór þetta vel fram, og skiluðu nemendur sínu verki með ágætum.
Til baka
English
Hafðu samband