Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsóknir leikskólanemenda

20.03.2011
Heimsóknir leikskólanemendaKrakkarnir af Hæðarbóli komu í heimsókn í Hofsstaðaskóla, borðuðu með nemendum í 1. bekk í matsal skólans og heimsóttu tómstundaheimilið Regnbogann. Heimsóknin er liður áætluninni „Brúum bilið“ sem Garðabæjar vinnur samkvæmt en tilgangurinn er að auðvelda börnum og foreldrum flutning milli leik- og grunnskóla. Arnheiður Ösp deildarstjóri yngra stigs í Hofsstaðaskóla og deildarstjórar 5 ára barna í leikskólunum vinna saman að skipulagningu verkefna í tengslum við áætlunina.
Hofsstaðaskóli á þrjá vinaleikskóla sem eru Hæðarból, Lundaból og Kjarrið. Í vetur hafa nemendur leikskólanna komið reglulega í heimsókn og m.a. sungið með okkur, tekið þátt í íþróttatímum í Mýrinni, heimsótt bókasafn skólans og fengið lánaðar bækur og unnið verkefni um álfa og bústaði þeirra og fræðst um líkamann. Krakkarnir í 1. bekk hafa líka heimsótt leikskólana og tekið þátt í verkefnum þar. Í vor munu leikskólabörnin og nemendur í 1. bekk eiga saman góða stund úti í náttúrunni á góðviðrisdegi. Að lokum má geta þess að öllum börnum sem skráð eru í skólann er boðið í vorskóla.
Á myndasíðu 1. bekkja er hægt að skoða fjölda mynda af heimsóknum leikskólanemenda.
Til baka
English
Hafðu samband