Fulltrúar nemenda í skólaráði
25.03.2011
Miðvikudaginn 23. mars var haldinn fundur í nemendafélagi Hofsstaðaskóla þar sem tveir fulltrúar nemenda í skólaráð skólans fyrir skólaárið 2011-2012 voru kosnir og tveir til vara. Guðrún Lóa Sverrisdóttir í 6. AMH og Jón Gunnar Hannesson í 6. BV voru kosnir aðalmenn og Kristín Sif Sigsteinsdóttir og Ragnar Loki Ragnarsson í 6. AMH voru kosin varamenn. nemendur í 6. bekk gátu boðið sig fram í skólaráð og höfðu 16 nemendur, sjö stelpur og níu strákar áhuga á því. Áður en kosning fór fram sögðu fulltrúarnir frá því hvers vegna þeir byðu sig til setu í skólaráði. Kosningin var síðan leynileg þar sem hver fulltrúi í stjórn Nemendafélagsins greiddi einni stelpu og einum strák atkvæði sitt.