Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flottir skákmenn í Hofsstaðaskóla

15.04.2011
Flottir skákmenn í Hofsstaðaskóla

Skólaskákmót Kjósarsýslu var haldið í þann 13. apríl. í Flataskóla. Á mótinu kepptu 29 börn frá Hofsstaðaskóla, Flataskóla, Barnaskóla Hjallastefnunnar og Lágafellsskóla í Mosfellsbæ. Keppt var í eldri og yngri flokki og tefldu 16 nemendur frá Skákklúbbi Hofsstaðaskóla í yngri flokki.

Í yngri flokki varð Kári Georgsson 5.HK í fyrsta sæti og Ari Steinn Kristjánsson 4.HS í öðru sæti. Hofsstaðaskóla gekk einnig vel. Ýtarleg úrslit má sjá hér

Með því að vera efstir í sínum flokki unni Kári og Ari Steinn sér inn rétt til að tefla á Kjördæmismóti Reykjaness í Skólaskák sem haldið verður fimmtudagskvöldið 28. apríl n.k. í Gamla Betrunarhúsinu, Garðatorgi 1 í Garðabæ (Félagsaðstöðu Taflfélags Garðabæjar).

Til baka
English
Hafðu samband