Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Glæsileg árshátíð 7. bekkja

15.04.2011
Glæsileg árshátíð 7. bekkja

Árshátíð 7. bekkja var fimmtudagskvölið 14. apríl með pomp og prakt. Nemendur sáu sjálfir um allan undirbúning og buðu foreldrum til glæsilegrar veislu. Þema kvöldsins var Lokaball „prom“ og mættu nemendur og foreldrar prúðbúnir og í hátíðarskapi. Kvöldið var í alla staði vel heppnað og skemmtu allir sér mjög vel. Það er hefð fyrir því að skemmtiatriðin séu í formi hæfileikakeppni þar sem nemendur sýna hvað í þeim býr. Á ár voru þetta glæsileg og fjölbreytt atriði og átti dómnefndin í stökustu erfiðleikum með að velja vinningsatriðin. Atriðin sem hlutu viðurkenningu voru:

 

 

Glæsilegasta atriðið: Samkvæmisdansar. Pétur Fannar og Þorbjörg dansdaman hans.
Skemmtilegasta atriðið: Myndbandið Dagur í lífi dauðans. Haukur Breki og Grétar Logi.
Fyndnasta atriðið: : Gríndans. Árný Björk, Katrín Þóra og Eldey.
Frumlegasta atriðið: Sirkusdans: Arey, Birta og Daníela.
Fjörugasta atriðið: Tónlistarmyndband. Daníela, Rannveig, Hekla og Ísabella.

Myndir í tengslum við árshátíðina eru á myndasíðu 7. bekkja

Til baka
English
Hafðu samband