Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stærðfræðileikar á netinu

02.05.2011
Stærðfræðileikar á netinu

Nú hafa nokkrir kennarar skráð nemendur til þátttöku í Evrópuleikunum í stærðfræði á Mathletics vefnum http://www.mathletics.com/europeanmathschallenge/ . Þann 1. maí hófst æfingatímabil þar sem kennurum og nemendum gefst tækifæri til að kynna sér hvernig vefurinn virkar og æfa sig í stærðfræðinni. Evrópuleikarnir hefjast síðan þann 8. maí og standa til 15. maí.

Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt námsefni sem snertir öll svið stærðfræðinnar og svo þjálfunarleik þar sem nemendur keppa í rauntíma við jafnaldra út um allan heim. Nemendur geta bæði unnið verkefni í skólanum og heima því þeir fá notendanafn og lykilorð sem gildir aðeins fyrir þá.

Það geta allir skráð sig til þátttöku í Evrópuleikunum og það kostar ekki neitt! Áhugasamir geta farið inn á vef keppninnar: http://www.mathletics.com/europeanmathschallenge/ .

Þess má geta að keyptur var aðgangur að Mathletics vefnum til reynslu fyrir nemendur í bláum hópi í stærðfræði nú í vetur til að prófa hvernig vefurinn hentaði krökkunum.Svo virðist sem sú tilraun mælst afar vel fyrir þvi krakkarnir hafa verið mjög áhugasamir og duglegir.

 

 

Til baka
English
Hafðu samband