Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Árlegt vímuvarnarhlaup

11.05.2011
Árlegt vímuvarnarhlaup

Þriðjudaginn 10. maí stóð Lionklúbburinn Eik fyrir árlegu vímuvarnarhlaupi í 5. bekkjum. Tilgangurinn með hlaupinu er að vekja börnin til umhugsunar og gera þau ábyrg og meðvituð um ábyrgð á eigin lífi og velferð. Til að undirstrika boðskapinn hafa Lionskonur tekið með sér góðar fyrirmyndir sem ávarpa krakkana á undan hlaupinu. Að þessu sinni var það hann Kjartan Atli Kjartansson körfuboltakappi í Stjörnunni sem ræddi við krakkana. Kjartan ítrekaði fyrir nemendum að fara eftir eigin sannfæringu varðandi vímuvarnir og að vera ekki of mikið í tölvuleikjum heldur leika sér úti.
Að því loknu var haldið út á völl þar sem boðhlaupið fór fram. Þar öttu kappi 5. BÓ og 5. HK. og 5. RS. Að þessu sinni var það lið 5. BÓ sem hafði sigur.
Krakkarnir stóðu sig mjög vel og höfðu Lions konur á orði að þau hefðu verið sérstaklega kurteis og sýnt íþróttamannslega framkomu.

Skoða myndir frá fræðslunni og hlaupinu

Til baka
English
Hafðu samband