Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fiskiþema yngri deildar

05.06.2011
Fiskiþema yngri deildar

Undir lok vorannar hafa nemendur í 1. – 4. bekk verið í fiskaþema. Hver árgangur setti sér markmið og vann út frá þeim. Nemendur í 1. bekk heimsóttu t.d. Náttúrugripasafnið í Kópavogi , bjuggu til bækur um fiska og söfnuðu fróðleik í þær. 2. og 3. bekkur fræddist m.a. um helstu einkenni fiska og fisktegundir eins og urriða, þorsk og síli. Nemendur í 4. bekk lærðu um nokkrar fisktegundir og settu afraksturinn upp á vegg. Vorðferð árgangsins var á Akranes þar sem Safnasvæðið var heimsótt en þar er meðal annars hinn frægi kútter Sigurfari sem er eini kútterinn sem til er á Íslandi. Einn af hápunktum þemadaganna var fiskasýning sem Ellert pabbi Mörtu og Telmu í 3. IS setti upp í miðrými skólans. Hann safnaði saman yfir 30 fisktegundum og fræddi nemendur um þær. Þar var m.a. hægt að sjá broddbak, hlýra, tindabikkju, trjónukrabba og síld.

Skoða myndir

Til baka
English
Hafðu samband