Fiskiþema yngri deildar
Undir lok vorannar hafa nemendur í 1. – 4. bekk verið í fiskaþema. Hver árgangur setti sér markmið og vann út frá þeim. Nemendur í 1. bekk heimsóttu t.d. Náttúrugripasafnið í Kópavogi , bjuggu til bækur um fiska og söfnuðu fróðleik í þær. 2. og 3. bekkur fræddist m.a. um helstu einkenni fiska og fisktegundir eins og urriða, þorsk og síli. Nemendur í 4. bekk lærðu um nokkrar fisktegundir og settu afraksturinn upp á vegg. Vorðferð árgangsins var á Akranes þar sem Safnasvæðið var heimsótt en þar er meðal annars hinn frægi kútter Sigurfari sem er eini kútterinn sem til er á Íslandi. Einn af hápunktum þemadaganna var fiskasýning sem Ellert pabbi Mörtu og Telmu í 3. IS setti upp í miðrými skólans. Hann safnaði saman yfir 30 fisktegundum og fræddi nemendur um þær. Þar var m.a. hægt að sjá broddbak, hlýra, tindabikkju, trjónukrabba og síld.
Skoða myndir