Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaslit 7. bekkinga

09.06.2011
Skólaslit 7. bekkinga

Þriðjudaginn 8. júní fóru fram skólaslit 7. bekkinga við hátíðlega athöfn á sal Hofsstaðaskóla. Nemendur í 7. bekk fluttu tónlistaratriði í upphafi samkomunnar og síðan fór fram verðlaunafhending fyrir besta samanlagða árangur í íslensku í hverjum 7. bekk. Kiwanisklúbburinn Setberg í Garðabæ veitir verðlaunin og hlutu eftirfarandi nemendur bókaverðlaun sem viðurkenningu:

  • Gabríela Hauksdóttir 7. LK,
  • Vésteinn Örn Pétursson 7. ÖM,
  • Sigrún Júlía Finnsdóttir og Valgerður Lára Ingadóttir í 7. ÓP.

Hofsstaðaskóli veitti nú sem áður verðlaun fyrir besta námsárangur í hverjum 7. bekk. Eftirfarandi nemendur hlutu viðurkenningu sem var bókin Fuglavísir.

  • Gabríela Hauksdóttir 7. LK,
  • Sigrún Júlía Finnsdóttir7. ÓP 
  • Lára Mist Baldursdóttir í 7. ÖM.

Þá veittu umsjónarkennarar árgangsins viðurkenningu, ísveislu, þeim nemendum sem stóðu sig best í ratleik sem fór fram á skólalóðinni. Spurningarnar í leiknum voru úr námsefni vetrarins.
Sú hefð hefur skapast að 7. bekkingar sem ljúka námi við skólann flytja kveðju frá nemendum. Þórunn Snjólaug fylgdi kveðjunni úr hlaði sem var myndband frá nemendum og myndasýning.
Eftir kveðjustund í stofum gæddu nemendur og foreldrar sér á veitingum í boði skólans.

Myndir frá skólaslitunum eru á myndasíðunni 2010-2011

Til baka
English
Hafðu samband