Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Úrslit í nýsköpunarkeppni og lampasamkeppni

09.06.2011
Úrslit í nýsköpunarkeppni og lampasamkeppni

Á skólaslitum í Hofsstaðaskóla voru veitt verðlaun í Nýsköpunarkeppni skólans í 5. bekk og Lampasamkeppni í 6. bekk. Báðar þessar keppnir voru undir stjórn Sædísar Arndal smíðakennara en Marel gaf glæsileg verðlaun sem voru myndavél og lampi fyrir hvern verðlaunahafa.

Í nýsköpunarkeppninni 2010-2011 hlutu eftirfarandi nemendur verðlaun:
1. sæti Páll Hróar Helgason
2. sæti Daníel Tjörvi Hannesson
3. sæti Ólöf Ragnheiður Kristjónsdóttir

Í lampasamkeppninni 2010-2011 hlutu eftirfarandi nemendur verðlaun:
1. sæti Birna Katrín Gunnlaugsdóttir
2. sæti Kristín Sif Sigsteinsdóttir
3. sæti Guðrún Lóa Sverrisdóttir

Auk þess var valinn hönnuður skólans Elísa Kristjánsdóttir en hún fékk sjónauka og lampa að gjöf sem Marel gaf einnig.

Myndir frá skólaslitum 5. og 6. bekkja eru á myndasíðu skólans 2010-2011

Til baka
English
Hafðu samband