Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Evrópski tungumáladagurinn

04.10.2011
Evrópski tungumáladagurinn

Í tilefni af Evrópska tungumáladeginum þann 26.september sl. unnu nemendur á yngra stigi ýmis skemmtileg verkefni. Markmið tungumáladagsins er meðal annars að vekja almenning til vitundar um mikilvægi tungumálakunnáttu og símenntunar í tungumálum. Í Hofsstaðaskóla fá nemendur enskukennslu strax í fyrsta bekk sem eykst með árunum og í 7.bekk fá nemendur 3 kennslustundir á viku í ensku og hefja þá einnig dönskunám. Í tilefni dagsins skrifuðu nemendur á ýmsum tungumálum, skreyttu veggi og veltu fyrir sér ólíkum tungumálum og löndunum sem þau eru töluð í.

Skoða myndir á myndasíðu skólans

Til baka
English
Hafðu samband