Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Norræna skólahlaupið

14.10.2011
Norræna skólahlaupið

Norræna skólahlaupið fór fram þriðjudaginn 30 ágúst. Markmiðið með norræna skólahlaupinu er að leitast við að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu og að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.

Að þessu sinni tóku 419 af 438 nemendum Hofsstaðaskóla þátt. Allir fóru einn hring sem var 2,5 km og fóru margir fleiri hringi, allt upp í 15 km. Hlaupnir voru alls 1827,5 km. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er hringvegurinn eða þjóðvegur númer 1 nú 1333,41 km að lengd. Hér er reyndar ekki tekið tillit til þess að gangandi umferð er ekki leyfð í Hvalfjarðargöngunum. Gangandi/hlaupandi maður þarf því að fara Hvalfjörðinn og við það bætast um 42 km er þá hringvegurinn 1375,41. Nemendur Hofsstaðaskóla hlupu því hringinn og rúmlega það því alls var þetta 1 1/3 úr hring í kringum landið. Glæsileg frammistaða!

Til baka
English
Hafðu samband