Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendafélag Hofsstaðaskóla

17.10.2011
Nemendafélag Hofsstaðaskóla

Fyrsti fundur í stjórn Nemendafélags Hofsstaðaskóla var haldinn fimmtudaginn 13. október s.l. Í vetur eru fulltrúar úr öllum bekkjum skólans í stjórninni en valinn er einn drengur og ein stúlka sem aðalmenn og aðrir tveir sem varamenn. Á fundinum var rætt um hugmyndir nemenda varðandi stöðvar á Fjölgreindaleikum skólans 1. og 2. nóvember næstkomandi. Einnig gátu nemendur komið með tillögur um ýmis hagsmunamál þeirra. Fyrir fundinn voru haldnir bekkjarfundir þannig að stjórnarmenn komu með tillögur frá bekkjarfélögum sínum. Nemendur komu með margar mjög góðar tillögur bæði varðandi fjölgreindarleikana og ekki síst varðandi hagsmunamál nemenda. Sjá fundargerð.

Fundinn sátu bæði aðal og varamenn eða samtals 80 nemendur. Margrét skólastjóri var fundarritari og Kristrún deildarstjóri stjórnaði fundinum.

Til baka
English
Hafðu samband