Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Góð gjöf frá foreldrafélaginu

02.12.2011
Góð gjöf frá foreldrafélaginu

Foreldrafélag Hofsstaðaskóla færði smíðastofu skólans að gjöf tvo brennipenna. Nemendur skólans nota brennipennana til þess að brenna í við, t.d. myndir, munstur eða stafi.
Stuðningur og samstarf við foreldrafélagið er ómetanlegt. Þessi gjöf á vonandi eftir að gleðja bæði foreldra og nemendur þegar þeir koma ánægðir heim með verkefnin sín úr smíðakennslunni.

Á myndinni eru Oddgeir Reynisson úr foreldrafélaginu sem afhenti gjöfina í kennslustund hjá nemendum í 7. bekk og veittu þær Halla Vigdís Hálfdánardóttir og Róslind Antonsdóttir pennunum viðtöku ásamt Sædísi Arndal smíðakennara.

Skoða fleiri myndir

Til baka
English
Hafðu samband