Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólafjöltefli

05.12.2011
Jólafjöltefli

Fimmtudaginn 8. desember n.k. verður haldið jólafjöltefli hjá Skákklúbbi Hofsstaðaskóla. Fjölteflið er haldið í tilefni þess að fyrsta ár Skákklúbbsins er senn á enda. Dagskráin hefst kl. 18. Helgi Ólafsson stórmeistari í skák og skólastjóri Skákskóla Íslands mun heiðra klúbbinn með nærveru sinni. Hann mun vera með skákskýringar og tefla fjöltefli. Foreldrar og systkini eru hvött til að mæta líka og þeim er einnig velkomið að máta Helga í fjölteflinu.

Boðið verður upp á pizzur og drykki sem kosta 500 kr. á mann. Áætlar er að dagskránni ljúki kl. 20.

Þátttakendur eru hvattir til að mæta í einhverju jólaþema.

Þeim sem ætla að taka þátt er bent á að skrá sig hér

Til baka
English
Hafðu samband