Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Framúrskarandi íþróttakonur

13.01.2012
Framúrskarandi íþróttakonur

Í Hofsstaðaskóla starfa tvær af flottustu íþróttakonum landsins þær Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir íþróttakona Garðabæjar 2011 og Hrafnhildur Ósk Skúladóttir íþróttamaður Reykjavíkur 2011.
Í tilefni af þessum sæmdartitlum afhenti samstarfsfólkið hér í skólanum þeim blómvendi ásamt innilegum hamingjuóskum enda allir hér afar stoltir af því að hafa þær í hópnum okkar.

Þær eru báðar frábærir starfsmenn og góðir félagar og eru nemendum okkar mikilvægar fyrirmyndir.
Gunnhildur Yrsa leikur knattspyrnu með Stjörnunni og var valin í landsliðið í haust. Hún er starfsmaður í tómstundaheimilinu Regnboganum .
Hrafnhildur er umsjónarkennari í 4. bekk og leikur handknattleik með Val og var fyrirliði landsliðsins á HM í Brasilíu í desember sl. Með Val hefur hún hlotið marga titla og er leikreyndasta og markahæsta handknattleikskona landsins.


 

Til baka
English
Hafðu samband