Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Breyting á starfstíma Regnbogans á samtalsdegi

20.01.2012

Breyting á starfstíma Regnbogans á
foreldrasamtalsdegi, 1. febrúar, 2012

Hér er hægt að nálgast skráningarblöð:

Skráningarblað til útprentunar (pdf)

Skráningarblað til útfyllingar (Word)

Öllum börnum í 1.-4. bekk stendur til boða dvöl í Regnboganum frá kl. 8:00-17:00 miðvikudaginn 1. febrúar n.k. en þá er foreldrasamtalsdagur í skólanum.

Börnin þurfa að koma með nesti fyrir daginn: morgun-, hádegis- og síðdegishressingu.

Þeir foreldrar sem hafa hug á að nýta sér þjónustu tómstundaheimilisins ofangreindan dag eru beðnir um að senda umsóknina í tölvupósti á netfangið:
gretas@hofsstadaskoli.is fyrir föstudaginn 27. janúar svo hægt sé að gera nauðsynlegar ráðstafanir með fjölda barna í huga.

Nauðsynlegt er að skrá börnin tímanlega svo að hægt sé að verða við beiðni um vistun. Vegna skipulags á starfi og starfsmannahaldi verður ekki hægt að taka við börnum sem ekki eru skráð á réttum tíma

Til baka
English
Hafðu samband