Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Endurskinsmerki eru bráðsnjöll fyrirbæri

20.01.2012
Endurskinsmerki eru bráðsnjöll fyrirbæriÍ lífsleikni í 5. bekk er verið að fræða nemendur um umferðina. Við kennsluna er m.a. notuð bókin "Á ferð og flugi í umferðinni" Þar er m.a. fjallað um endurskinsmerki og nauðsyn þeirra þegar skyggja tekur.
Í morgun fór 5-LK út í myrkrið til að sannreyna áhrifamátt endurskinsmerkja. Nemendur voru með vasaljós og endurskinsmerki og áttu að mæla hversu miklu fyrr manneskja sést sem er með endurskinsmerki miðað við aðra sem ekki er með endurskinsmerki. Í ljós kom að þetta einfalda en bráðsnjalla fyrirbæri er hreinlega lífsnauðsynlegt eftir að skyggja tekur. Ökumenn sjá vegfaranda sem er með endurskinsmerki í um 125 metra fjarlægð en þeir vegfarendur sem ekki eru með endurskinsmerki sjást ekki fyrr en í 25 metra fjarlægð. Þarna munar 100 metrum og það munar um það í snjónum og hálkunni þegar bílarnir þurfa lengri tíma til að hemla.
Nemendur skemmtu sér vel við úrvinnslu verkefnisins enda veðrið yndislegt og allir vel stemmdir. Það þarf alltaf að minna á notkun endurskinsmerkjanna en það kom einmitt í ljós að ansi margir nemendur í bekknum eru ekki með endurskinsmerki og úr því þarf að bæta. Næsta verkefni okkar gæti verið að kanna endurskinsmerkjanotkun í skólanum.
Til baka
English
Hafðu samband